top of page
ANITA HAFDÍS BJÖRNSDÓTTIR
Grafískur hönnuður sem elskar að finna skapandi, sniðugar og fallegar lausnir fyrir prent- og vefmiðla.
Menntun & reynsla
Árið 2002 lauk ég BA(Hons) námi í grafískri hönnun frá London College of Printing. Síðan þá hef ég verið lukkulegasti starfsmaðurinn á planinu og bæti reglulega við mig þekkingu með ýmsum námskeiðum.
Minn helsti styrkleiki sem einyrki liggur í fjölbreyttri reynslu bæði frá auglýsingastofum og markaðsdeildum fyrirtækja, heima og erlendis, ásamt reynslu af eigin rekstri og ýmsum öðrum störfum.
Ég hef sinnt umsjón og útfærslu verkefna frá hugmyndavinnu að prenti fyrir stór fyrirtæki á borð við Landsbankann og Ikea, jafnt sem smáfyrirtæki og frumkvöðla.
Ég get tekið að mér alla almenna grafíska hönnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Allt frá boðskortum, merkjum og umbroti upp í heildarútlit fyrirtækja.
bottom of page