HVERNIG GET ÉG AÐSTOÐAÐ?
Grafísk hönnun, samfélagsmiðlar, markaðsefni
Vantar þig smá aðstoð? Ekki starfskraft, ekki auglýsingastofu eða markaðsdeild, bara einhvern til að hnippa í þegar þig vantar eitthvað? Mér finnst skemmtilegast að finna hagkvæmar lausnir, og ég kem frítt á fund til þín til að skoða málið. Hnipptu í mig!
01
Vantar þig nýtt merki? Áttu kannski flott merki en vantar fleiri útfærslur svo það njóti sín á hinum ýmsu miðlum?
MERKI / LÓGÓ
03
Ég get uppfært gamla efnið þitt, eða búið til nýtt, og skipulagt það á miðlægu svæði svo þú finnir alltaf það sem þig vantar á réttu formi strax.
GRAFÍK & MYNDIR
05
Eru allar prófíl og kóver myndir í takt við heildarútlitið? Ertu með samræmi í skilaboðum eins og litavali, leturvali og grafík?
SAMRÆMI MIÐLA
07
Er póstlistinn búinn að vera lengi á to-do listanum? Ég get sett upp frían Mailchimp aðgang fyrir þig, stillt skráningarform á vefsíðuna og sett upp sniðmát. Þá geturðu strax byrjað að senda út fréttir!
PÓSTLISTAR
02
Að mínu mati ættu öll fyrirtæki að eiga hönnunarstaðal! Það er skjal sem heldur utan um merkið þitt, litina, letrið og önnur atriði sem skapa heildarútlit fyrirtækisins þíns. Allir sem vinna með kynningarefni fyrirtækisins eiga að styðjast við hönnunarstaðalinn.
HÖNNUNARSTAÐALL
04
Áttu vefsíðu sem er orðin lúin og er ekki lengur rétt andlit fyrirtækisins? Ég get bjargað andlitinu með uppfærðu útliti, nýjum myndum, nýjum texta, tengingu við samfélagsmiðla og fleiru.
VEFSÍÐAN
06
Sérð þú um samfélagsmiðlana? Viltu aðgang að tímasparandi grunni og sniðmátum á Canva (frítt online forrit)?
SAMFÉLAGSMIÐLAR
08
Nehei! Hnipptu í mig, finnum hagstæða leið að þínu markmiði!
ER ÞETTA RÁNDÝRT?